Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um rekstur og efnahag íslenskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofunni.

Þar kemur fram að eigið fé viðskiptahagkerfisins án landbúnaðar, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingarstarfsemi var um 2,901 milljarðar í lok árs 2014, sem er aukning um 1,343 milljarða frá árslokum 2008 á verðlagi 2014.

Veltan árið 2014 var tæpir 3,5 milljarðar og samanlagður hagnaður fyrirtækjanna 249 milljarðar sem svarar til 13% arðsemi meðalstöðu eiginfjár.

Eiginfjárhlutfallið í lok árs 2014 var um 37% en fór lægst í 10% í lok árs 2008.

Veltan eykst mikið í ferðaþjónustu

Á tímabilinu 2004 til 2014 jókst veltan í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar um 122% sem jafngildir um 6,9% meðalvexti á hverju ári.

Á því tímabili var aðeins eitt ár þar sem veltan dróst saman, en það var árið 2009 þegar hún minnkaði um 4,2%.