Mikill vöxtur er búinn að eiga sér stað í byggingariðnaði og mannvirkjagerð síðustu misseri. Þessi grein er sú grein hagkerfisins sem vex hraðast um þessar mundir. Störfunum hefur fjölgað um 1.600 störf, en það er samtals 22% af öllum nýjum störfum sem sköpuðust í hagkerfinu á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Fjárfesting jókst einnig í hagkerfinu um 11,6% á fyrsta ársfjórðungi. Ástæðu þessar vaxtar má rekja til íbúðafjárfestinga, en slíkar fjárfestingar jukust um 38% á þessum fyrsta ársfjórðungi, miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Til samanburðar jókst fjárfesting atvinnuvega um 7,1% og fjárfesting hins opinbera um 2,2% á sama tímabili.