Sala á netinu jókst hraðar í Bretlandi í júní sl. en helst má rekja aukna netsölu til mikilla rigninga á Bretlandi í sumar.

Frá þessu er greint á vef BBC en smásala á netinu jókst um 18% í júlí sem er mesta hækkun á milli mánaða frá því haustið 2007. Þannig nam verslun á netinu á Bretlandi um 5 milljörðum Sterlingspunda í júlí. Það er í takt við aukna veltu í smásölu frá því í vor.

Hver Breti eyddi að meðaltali 81 pundi á netinu í júlí. Samkvæmt bresku hagstofunni jókst smásala um 1,1% á milli mánaða í júlí, en helst má rekja aukninguna til annarra þátta en matvöru.