Nýskráningum bíla fjölgar um 46,6% í október samanborið við fyrra ár, en alls voru skráðir 808 nýir fólksbílar í október 2015 miðað við 551 í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu.

Alls voru 12.399 fólksbílar nýskráðir á fyrstu níu mánuðum ársins, en það er 42,2% aukning miðað við sama tímabil í fyrra.

Bílgreinasambandið segir að líðandi ár stefni í að vera gott meðalár hvað varðar nýskráningu fólksbíla. Endurnýjun bílaflotans var orðin aðkallandi og því gott að sjá sölu nýrra bíla aukast. Þó beri að hafa í huga að endurnýjun bílaflotans fari að stórum hluta í gegnum bílaleigur sem munu að stórum hluta skila sér á almennan makað eftir um það bil 15 mánuði.