Nýherji hefur selt 11 þúsund Lenovo PC tölvur á árinu 2014. Um er að ræða 30% söluaukningu frá fyrra ári. Fyrirtækið býst við að hátt í 12 þúsund tölvur seljist fyrir lok ársins.

Lenovo er stærsti PC framleiðandi í heimi og er sem stendur fjórði stærsti söluaðili á spjaldtölvum í heiminum. Sala á Lenovo spjaldtölvum hefur vaxið um 30% í heiminum það sem af er ári 2014, samkvæmt greiningafyrirtækinu IDC.

„Vöxtur Lenovo á heimsvísu hefur verið næsta ævintýralegur síðustu árin en fyrirtækið hefur náð einstökum árangri víða um heim. Lenovo er þekkt fyrir sölu á tölvbúnaði til fyrirtækja en hefur nú sótt í auknum mæli fram í sölu á fartölvum, spjaldtölvum og snjallsímum á einstaklingsmarkaði,“ segir Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri Lausna og þjónustu hjá Nýherja.