Mikil aukning hefur orðið á áætluðum fjölda nýrra íbúða í Reykjavík á þessu ári. Þetta segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.

Hafin bygging á nýjum íbúðum stefnir í að verða meiri en þegar hún var mest árin 2004, en þá voru íbúðirnar 885, og 2005, þegar þær voru 983.

Áætlaður fjöldi byggingarleyfa í ár er um 1.000. Þetta er rúmlega tvöföld aukning frá því í fyrra, og hundraðföld áætlun ársins 2010 þegar aðeins var hafin bygging á 10 nýjum íbúðum.

Þess ber að geta að á árunum 1972 til 2014 voru að meðaltali byggðar 602 íbúðir á ári í Reykjavík.