Ávöxtun norska olíusjóðsins nam 13,4% á síðasta ár. Það er önnur mesta ávöxtun sjóðsins frá upphafi, að því er BBC greinir frá í dag. Sjóðurinn er einn stærsti fjárfestingasjóður heims. Árið áður nam tap sjóðsins 2,6%.

Hlutabréfaeignir sjóðsins hækkuðu um 18,1% á síðasta ári. Stærð sjóðsins er alls um 670 milljarðar dollara. Seðlabanki Noregs birti nýverið afkomutölur síðasta árs en bankinn heldur um stýringu sjóðsins.