Sjálfstæðisflokkurinn fengi 33,6% atkvæða, meirihluti Samfylkingar og VG myndi ekki halda velli og bæjarstjórn ekki ná endurkjöri yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga a morgun, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindakönnunar Háskóla Íslands sem gerð var fyrir Morgunblaðið.

Fram kemur í könnuninni sem birt er í Morgunblaðinu í dag að Samfylkingin fengi 24,2% atkvæða og þrjá menn kjörna. Flokkurinn fékk 40,9% atkvæða í kosningunum árið 2010 og fimm bæjarfulltrúa. VG fengi aðeins 6% og engan mann í bæjarstjórn. Flokkurinn var með 14,6% atkvæða í síðustu kosningum og einn bæjarfulltrúa. Í könnuninni kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 33,6% atkvæða. Hann var með 37,2% árið 2010 og fjóra menn í stað fimm nú. Framsókn fengi 7,9% og næði einum manni inn. Björt framtíð væri hins vegar örugg með tvo bæjarfulltrúa og 19,2% atkvæða yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga á morgun. Þá fengju Píratar 6,4% atkvæða, samkvæmt skoðanakönnuninni.

Könnunin fór fram dagana 6. til 25. nóvember sl. Spurt var: „Ef bæjarstjórnarkosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“