Búist er við á mikilli umframeftirspurn eftir hlutabréfum Eignabjargs, dótturfélags Arion banka, á hlutabréfum í Högum. Eftir því sem næst verður komist er umframeftirspurnin á bilinu fimm til sjö-föld.

Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingarbankasviðs Arion banka sá um útboðið en áskriftartímabili lauk nú klukkan 16. Bankinn hefur ekkert gefið upp um niðurstöðuna.

Til samanburðar var þreföld eftirspurn eftir hlutabréfum Icelandair Group í síðasta hlutafjárútboði seint í desember í fyrra.

Í útboðinu var stefnt að því að selja hlutabréf í Högum á verðbilinu 11 til 13,5 krónur á hlut fyrir 2,7 til 4,9 miljarða króna.

Stefnt er að skráningu hlutabréfa Haga á markað á fimmtudag í næstu viku.