Að undanförnu hafa margar fyrirspurnir um lóðir við nýju álvershöfnina borist Fjarðabyggð. Alls hafa borist óskir um lóðir sem samtals eru um 120 þúsund fermetrar. Fyrirtækin sem óska eftir lóðum eru annars vegar flutningafyrirtæki og hins vegar fyrirtæki sem hyggjast veita álveri Fjarðaáls þjónustu.

Í upphafi var gert ráð fyrir að lóðir við höfnina yrðu samtals 27 þúsund fermetrar en nú er unnið að endurskoðun skipulags með það í huga að stækka athafnasvæðið mikið. Er sú vinna vel á veg komin.