Lánamál ríkisins gáfu í dag út óverðtryggð ríkisbréf á gjalddaga árið 2031. Mikil eftirspurn var eftir bréfunum en hún nam tæpum 22 milljörðum króna að nafnverði. Ávöxtunarkarfa var 6,6%. Aldrei áður hefur verið gefið út svo langt óverðtryggt skuldabréf.

Samþykkt tilboð námu 10,7 milljörðum króna. Samkvæmt birtri útgáfuáætlun stendur til að gefa út ríkisskuldabréf fyrir 15-25 milljarða króna á 1. ársfjórðungi.