Í október 2015 jókst velta í sölu snjallsíma um 77,5% að nafnvirði frá sama tíma í fyrra. Á síðustu tólf mánuðum var velta í sölu þeirra 30% meiri en á undangegnum tólf mánuðum.

Þetta er samkvæmt nýrri samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar í Háskólanum á Bifröst.

Einnig jókst sala húsgagna um meira en þriðjung í október milli ára, og að sama sinni var aukning á sölu raftækja á borð við hljómflutningstæki meiri en þriðjungur.

Á næstu dögum mun Rannsóknarsetrið birta áætlun um jólaverslun, sem það gerir árlega. Einnig mun matsnefndin velja 'Jólagjöfina í ár', á sama tíma og vöktun á verslun á jólatímabilinu verður betrumbætt. Það verkefni er unnið í samstarfi við Samtök verlsunar og þjónustu.