Fasteignamarkaður. Þinglýstir leigusamningar um íbúðarhúsnæði voru 539 talsins í desembermánuði síðastliðnum, þar af 369 á höfuðborgarsvæðinu og 170 utan þess, sem er 6% fjölgun milli ára á höfuðborgarsvæðinu, 5% fækkun á landsbyggðinni, og 2,3% fjölgun allt í allt.

Desembertölurnar svara til tæplega helmingsfækkun frá september, þegar heildarfjöldi var 963, og 647 á höfuðborgarsvæðinu, sem voru hæstu mánaðartölur í þrjú ár. Að sama skapi þarf að leita aftur til ársins 2016 til að finna hærri desembertölur fyrir bæði höfuðborgarsvæðið og landið alls.

Sé horft á heil ár námu þinglýstir samningar 5.682 á höfuðborgarsvæðinu, 2.761 utan þess og 8.443 alls. Allar eru þær þónokkur fjölgun milli ára, 12,9%, 8,9% og 11,5% í sömu röð. Leita þarf aftur til ársins 2016 til að finna hærri tölur fyrir landsbyggðina og landið í heild, en 2015 fyrir höfuðborgarsvæðið.

Hlutfallsaukning milli ára hefur ekki verið meiri síðan 2009 fyrir höfuðborgarsvæðið og landið allt, þegar hún var 58,9% og 44% í þeirri röð, en árið 2013 nam hún 11,6% fyrir landsbyggðina.