Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um 339 þúsund í maí samkvæmt bandarískum vinnumálastofnuninni. Það er töluvert umfram væntingar.

Könnun meðal atvinnurekenda gaf til kynna að fjölgunin yrði 310 þúsund störf. Í apríl fjölgaði störfum um 294 þúsund en aðeins rétt rúmlega 200 þúsund í mars.

Þessar tölur koma nokkuð á óvart vegna mikilla stýrivaxtahækkanna í Bandaríkjunum. Seðlabankinn hefur sagt að hann vilji sjá vinnumarkaðinn kólna sem lið í að þurfa ekki að hækka vexti frekar.