*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 28. mars 2015 12:10

Mikil fjölgun tjóna vegna gatnakerfis

Tjón vegna gatnakerfis eru vel á annað hundrað það sem af er ári samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögum.

Edda Hermannsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Fjöldi tjóna á bifreiðum vegna lélegs ástands á gatnakerfi höfuðborgarinnar hefur aukist verulega í vetur og eru tjónin orðin vel á annað hundrað. Ekki bætir ekki úr skák þungur snjóvetur. Tryggingafélögin hafa fundið fyrir aukningunni en tjónin eru að mestu óbótaskyld. Tjón einstaklinga vegna holóttra gatna eiga í flestum tilfellum að fara inn á borð Vegagerðarinnar eða við­ eigandi sveitarfélaga. Ekki er ljóst hvert tjónið af þessum atvikum er í krónum talið.

Tjón sem heyra undir Reykjavíkurborg og Vegagerðina fara inn á borð hjá Sjóvá en flest þeirra eru ekki bótaskyld, segir Auður Daní­ elsdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvá. „Fjöldi tjóna er vel á annað hundrað það sem af er ári og hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði sem við höfum miklar áhyggjur af. Þetta eru tjón hjá Vegagerðinni og sveitarfélögunum. Það er mikil mildi að enginn hafi slasast í þessum tjónum. Holutjónin eru flest hver ekki bótaskyld úr þeirri tryggingu sem umræddir aðilar eru með hjá okkur.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem má nálgast hér.