Bandarísk hlutabréf hækkuðu mikið í dag eftir að Jerome Powell Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hélt ræðu undir kvöld.

Powell sagði í ræðunni að líklega muni bankinn hægja að hækkunum stýrivaxta en síðasta hækkun nam 0,75%. Þó er líklegt að bankinn muni hækka vexti í desember.

Mikilvægt sé að vinnumarkaðurinn kólni svo bankinn þurfi ekki að hækka vexti frekar.

Fjárfestar túlkuðu skilaboðinn á þann veg að hugsanlega náist mjúk lending í hagkerfinu og því ruku hlutabréfin upp í verði.

Nasdaq hækkaði um 4,41%, S&P um 3,09% og Dow Jones um 2,18%.