*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 26. ágúst 2016 17:02

Mikil hækkun á bréfum Eimskips

Eimskipafélagið hækkar um 4,62% í 552 milljón króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitalan lækkar nú annan daginn í röð. Í dag lækkaði hún um 0,32% og stendur því í 1.719,40 stigum. Heildarveltan var um 5,8 milljarða.

Velta dagsins á skuldabréfamörkuðum nam rúmum 3,6 milljörðum og hækkaði aðalvísitala skuldabréfa lítillega eða um 0,03%. Óvertryggði hluti skuldabréfavísitölunnar lækkaði um 0,06% en verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,01%.

Eimskipafélagið hækkaði mest í dag eða um 4,62% í 552 milljón króna viðskiptum. Síminn hf. lækkaði hins vegar um 4,11% í 274 milljón króna viðskiptum.

Tryggingarfélögin VÍS og Sjóvá lækkuðu einnig, VÍS um 2,49% í 23 milljóna viðskiptum, en Sjóva um 4,31% í 4,6 milljóna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 5,6 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,5% í dag í 2,1 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði lítillega í dag í 3,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,4 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 3,1 milljarða. viðskiptum.

Stikkorð: Eimskip Úrvalsvísitalan NASDAQ