Talsverð velta var í Kauphöllinni í dag, bæði með hlutabréf og skuldabréf. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 2.814.117.551 krónum í 131 viðskiptum og á skuldabréfamarkaði var veltan 14.963.486.661 krónur í 132 viðskiptum.

Almennt voru hækkanir á gengi hlutabréfa. Mest var hækkunin hins vegar hjá Högum, um 2,29% innan dags. Velta með bréfin nam 239.975.292 í 12 viðskiptum. Hækkun varð einnig á bréfum Marel, um 1,53% og Eimskipafélagi Íslands, um 1,29%.

Eins og oft áður var mest velta með bréf Icelandair Group, en hún nam 782.417.588 krónum í 27 viðskiptum. Gengi á bréfunum stóð aftur á móti í stað.

Mikil lækkun var með bréf Össurar, eða um 2,38%. Velta með bréfin nam 165.965.968 króna í fimm viðskiptum. Þá lækkuðu bréf vís um 1,16% í 85.442.432 króna veltu og tíu viðskiptum.

Allir skuldabréfaflokkar sem veltu einhverju lækkuðu í dag. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði þannig um 0,98%, en mest var lækkunun með verðtryggðu vísitöluna, um 1,17% borið saman við 0,43% lækkun á þeirri óverðtryggðu.