Hlutabréfamarkaðir í Asíu hækkuðu almennt í viðskiptum dagsins.

Nikkei fór langleiðina með að jafna sig eftir 11% fall frá því í síðustu viku, en vísitalan hækkaði um 7,2% í viðskiptum dagsins. Japanska jenið lækkaði um 0,7% gagnvart Bandaríkjadal, en veikari gjaldmiðill hjálpar útflutningsgeirum í landinu.

Hang Seng í Hong Kong hækkaði um 2,9% í viðskiptum dagsins. Þar skipti miklu að HSBC bankinn hækkaði um 4% í kjölfar þess að bankinn tilkynnti að hann ætlaði að halda höfuðstöðvum bankans í London, en orðrómur var uppi um að færa ætti höfuðstöðvarnar til Hong Kong. HSBC vegur 10% í Hang Seng vísitölunni.

Samsetta Sjanghæ vísitalan lækkaði um 0,6% í viðskiptum dagsins, en hún féll mest um 3% í viðskiptum innan dagsins.