Öll félögin í kauphöllinni hafa hækkað það sem af er degi í kjölfar lækkunar stýrivaxta Seðlabankans um 0,25%, fyrir utan hlutabréf Nýherja.

Stýrivextir Seðlabankans hafa verið óbreytt­ir frá nóv­em­ber 2012, þar til nú.

Hlutabréf VÍS hafa hækkað mest, eða um 3,8%. Össur hefur hækkað um 2,7%, Sjóvá um 2,75% og TM um 2,24.

Icelandir og Reginn hafa hækkað minnst, eða um 0,5%.

Veltan það sem af er degi er um 1,1 milljarður króna.