Hagnaður Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. fyrir skatta á fyrri árshelmingi ársins 2004 var 2.071 milljónir samanborið við 45 milljónir á sama tímabili árið á undan. Hagnaður Atorku eftir skatta á fyrri árshelmingi ársins 2004 var 1.721 milljónir samanborið við 43 milljónir á sama tímabili árið 2003.
Arðsemi eigin fjár á fyrri árshelmingi var 44,8% sem jafngildir 109,7% arðsemi á ársgrundvelli.

Hagnaður á hlut á tímabilinu var 0,77 samanborið við 0,03 á sama tímabil í fyrra. Heildareignir Atorku námu 8,00 milljörðum í lok júní en voru 5,24 milljarðar í ársbyrjun.

Eigið fé Atorku var 5,67 milljarður króna í lok júni en var 4,09 milljarðar í ársbyrjun og hefur því aukist um 1,58 milljarða frá áramótum. Atorka seldi megnið af eigin bréfum félagsins á ársfjórðungnum, en hagnaður af þeirri sölu nam rúmlega 100 milljónum króna og er sá hagnaður færður beint á eigið fé.

Atorka lauk á ársfjórðungnum yfirtöku á Lífi hf. Félagið verður rekið sem sjálfstætt dótturfélag Atorku. Gerðar hafa verið verulegar breytingar á rekstri Lífs sem munu koma til með að skila hluthöfum Atorku ágóða á næstu misserum.

Atorka fjárfesti á ársfjórðungnum í NWF Group plc. og er í dag leiðandi kjölfestufjárfestir í félaginu. NWF Group plc. er skráð á London Stock Exchange.

Atorka er með ýmis fjárfestingartækifæri til skoðunar erlendis um þessar mundir. Atorka mun á næstu misserum auka fjárfestingar sínar erlendis á sviði virðisfjárfestinga sem og skoða virðisaukandi fjárfestingar í samstarfi við þau fyrirtæki sem Atorka er kjölfestufjárfestir í hérlendis