*

miðvikudagur, 3. mars 2021
Innlent 30. september 2015 12:50

Mikil hagnaðar­aukning hjá LS Retail

Hagnaður hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail jókst um 2,2 milljónir evra á milli ára.

Ritstjórn
Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail.
Haraldur Guðjónsson

Hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail hagnaðist um tæplega 2,3 milljónir evra, jafnvirði næstum 330 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Það er umtalsvert betri afkoma en ári fyrr þegar félagið hagnaðist um 81 þúsund evrur.

Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 23,1 milljón evra á rekstrarárinu og jukust um næstum 10 milljónir evra á milli ára. Rekstrargjöld námu aftur á móti 20,7 milljónum evra. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam næstum 2,5 milljónum evra. 

Eignir LS Retail námu 11,9 milljónum evra í lok ársins en skuldir námu 4,8 milljónum evra. Nam eigið fé fyrirtækisins því 7,1 milljón evra í árslok og var eiginfjárhlutfallið 60%.

Stjórn félagsins leggur til enginn arður verði greiddur til hluthafa. 

Starfsmenn LS Retail á Íslandi eru um 100 talsins. Fyrirtækið framleiðir hugbúnaðarlausnir fyrir þjónustufyrirtæki, svo sem hótel og veitingastaði. Magnús Norðdahl er forstjóri fyrirtækisins.