Gengi bréfa hækkaði á Wall Street í dag, en á undanförnum 2 dögum hefur orðið mesta hækkun síðan 1987. Það sem helst olli hækkun dagsins var tilkynning um 306 milljarða Bandaríkjadala björgunarpakka fyrir Citigroup.

Gengi bréfa Citigroup hækkaði um 58% í dag. JPMorgan Chase og Bank of America hækkuðu einnig um meira en 21% í dag.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 6,1% í dag. Dow Jones hækkaði um 4,7% og Standard & Poor´s hækkaði um 6,2%.

Olíuverð hækkaði um 9,2% í dag og olíutunnan kostar nú 54,5 Bandaríkjadali.