Talsverð hækkun varð á Bandaríkjamarkaði í dag og bréf fjármálafyrirtækja hafa aldrei hækkað jafn mikið á einum degi. Afkoma Wells Fargo & Co., fimmta stærsta banka Bandaríkjanna, var betri en búist hafði verið við. Auk þess lækkaði olíuverð annan daginn í röð sem hafði góð áhrif á markaðinn.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 3,1% í dag. Dow Jones hækkaði um 2,5% og Standard & Poor´s hækkaði einnig um 2,5%.

Olíuverð lækkaði í dag um 3,2% og kostar olíutunnan nú 134,2 Bandaríkjadali.