Mikil hækkun varð á gengi bréfa á Wall Street í dag og næstmesta hækkun sögunnar varð á Dow Jones vísitölunni, sem stóð fyrir daginn í sínu lægsta gildi í 23 ár.

Bréf Alcoa hækkuðu um 19% í dag og bréf General Electric  um 9,9%.

Vísbendingar um að hreyfing sé að komast á lánamarkað eru það sem helst olli hækkun dagsins. Á morgun er vaxtaákvörðunardagur seðlabanka Bandaríkjanna og væntingar um stýrivaxtalækkun juku á bjartsýni fjárfesta í dag.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 9,5% í dag. Dow Jones hækkaði um 10,9% og Standard & Poor´s hækkaði um 10,8%.

Olíuverð hækkaði um 0,6% og kostar olíutunnan nú 63,6 Bandaríkjadali.