Nú þegar markaðir hafa verið opnir úr um þrjú korter á Wall Street hafa hlutabréfavísitölur rokið upp.

Nasdaq hefur hækkað um 2,7%, Dow Jones um 2,8% og S&P 500 um 2,9%.

Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar eru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiða hækkanir dagsins  en það sama er upp á teningnum í Evrópu og eins í Asíu í morgun.

Evrópa flýgur

Eins og áður hefur komið fram hafa hlutabréf hækkað gífurlega mikið í Evrópu í dag.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 8,6%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan hækkað um 7,4% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 5,2%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan hækkað un 7,6% og í Sviss hefur SMI vísitalan hækkað um 5,1%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 5,6%, í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 8,9% og í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan hækkað um 7,8%.