Hlutabréf í Asíu hækkuðu meira en þau hafa gert í mánuð eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti og China Mobile sagði frá því að hagnaður hefði verið yfir væntingum, að því er fram kemur á Bloomberg.

Hlutabréf í Japan hækkuðu um 2,5%, í Hong Kong um 2,4%, í Shanghæ um 3,3% og á Tævan um 1,5%.