Hlutabréf hækkuðu mikið í Asíu í dag, sérstaklega í Japan, en þar var hlutabréfamarkaður lokaður í gær. Í Japan hækkaði Nikkei Average vísitalan um 5,2%, í Hong Kong hækkaði Hang Seng um 3,2% og í Singapúr hækkuðu hlutabréf um 2,3%. Undantekningu frá hækkunum  var að finna í Sjanghæ í Kína þar sem hlutabréf lækkuðu um 1,3%.

Það voru fjármálafyrirtæki sem leiddu hækkanirnar, sem koma í kjölfar björgunar Citigroup í gær og mikilla hækkana á Bandaríkjamarkaði.

Skuldabréf lækkuðu í verði og sama er að segja um olíuna, sem fór undir 54 dali. Jenið hækkaði gagnvart helstu myntum, að því er segir í frétt frá Reuters-fréttaveitunni.