Hlutabréf í Japan hækkuðu um 4,9% sem er mesta hækkun þar í landi í sex vikur. Að sögn SCMP eru ástæður hækkunarinnar veikara jen og fréttir um að ríkið hyggist bjóða þeim fyrirtækjum fjármagn sem hafi orðið illa úti í fjármálakreppunni.

Hlutabréf Honda hækkuðu um 9% eftir tilkynningu um frekari niðurskurð á framleiðslu í Bandaríkjunum og Japan en 23% aukningu í Kína.

Hlutabréf hækkuðu almennt um 3,2% í Asíu í dag mælt með DJ Asia-Pacific vísitölunni. Viðskipti voru þó fremur takmörkuð þar sem frídagur var á sumum mörkuðum, svo sem í Hong Kong og Sjanghæ.