*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 13. febrúar 2006 11:42

Mikil hækkun vísitölu neysluverðs framundan

segir greiningardeild Íslandsbanka

Ritstjórn

Það er reiknað með mikilli hækkun vísitölu neysluverðs, segir greiningardeild Íslandsbanka, og munu útsölulok hafa áhrif til hækkunar neysluverðs í marsmánuði. Það má reikna með 0,70% hækkunar á milli mánaða.

Gangi spáin eftir mun verðbólga reynast 4% og því áfram hátt yfir markmiði Seðlabankans.

Útsölur höfðu meiri áhrif en reiknað var með, og því má gera ráð fyrir 13-16% hækkunar á fatnaði og skóm, vegna útsöluloka.

Flest bendir til þess að íbúðaverð hafi lækkað í janúar, en það lækkaði einnig í desember.

Því er útlit fyrir að áhrif húsnæðisliðarins verði til lítilsháttar lækkunar vísitölunnar í mars, miðað við núverandi verð á íbúðamarkaði.

Velta á íbúðamarkaði hefur snaraukist á ný á síðustu vikum sem minnkar líkurnar á áframhaldandi lækkun íbúðaverðs, segir greiningardeildin