Hlutabréfaviðskipti í Kuaphöllinni eru töluvert lífleg og hafa bréf fyrir um 2.600 milljónir króna skipt um eigendur. Mest eru viðskipti með bréf KB banka fyrir 840 milljónir og með bréf í Íslandsbanka fyrir 764 milljónir.

Mest hafa bréf í Kögun hækkað eða um 2,7% og í Og Vodafone um 1,8%. Hins vegar hafa bréf í Atorku lækkað um 5,5% en viðskiptin eru lítil.

Heildarfjöldi viðskipta það sem af er degi er 231. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 21,72 stig eða um 0,56%.

Velta hlutabréfa í Kauphöllinni það sem af er mánuði er liðlega 42 þúsund milljónir króna og það sem af er árs 100 þúsund milljónir.