Mest viðskipti í Kauphöllinni voru með fjarskiptafyrirtækin Símann og Fjarskipti, móðurfélagi Vodafone í dag. Velta með bréf í Fjarskipta námu 908 milljónum og hækkaði gengi hlutabréfa félagsins um 0,39% og Símanum um 766 milljónir króna. Síminn hækkaði mest í dag eða um 3,66%. Þá hækkaði Reginn um 2,62% í 372 milljón króna viðskiptum.

Hagar, Icelandair og Skeljungur lækkuðu hins vegar öll, mest um 1,26%. Úrvalsvisitalan hækkaði um 0,48%.

Alls námu viðskipti dagsins með hlutabréf 4,7 milljarða króna og með skuldabréf um 8,8 milljarða króna.