Kortavelta útlendinga á Íslandi nam 18,5 milljörðum króna í júní sem er ríflega 4,4 milljörðum krónum hærri fjárhæð en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Greiningar Íslandsbanka. Þar segir að veltan í júní sé á pari við veltuna í júlí í fyrra en þá var met slegið í kortaveltu útlendinga hér á landi. Þetta gildir aukningu um 32% á milli ára sem er talsvert umfram vöxt á brottförum útlendinga í mánuðinum. Alls fóru 137,3 þúsund útlendingar frá landinu um Keflavíkurflugvöll í júní sem er 24,2% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Kortavelta Íslendinga í útlöndum nam 9,3 milljörðum króna í mánuðinum og var kortaveltujöfnuður (kortavelta útlendinga hér á landi að frádreginni veltu Íslendinga erlendis) jákvæður um 9,2 milljarða. Þetta er hagfelldasta útkoma þessarar mánaðar frá upphafi í júnímánuði en hann var jákvæður um 6,1 milljarð króna í fyrra.

Kortavelta íslenskra heimila eykst

Kortavelta íslenskra heimila jókst einnig þó nokkuð í júní eftir bakslag í maímánuði. Að mati Greiningar Íslandsbanka ber þetta vott um að myndarlegur vöxtur verði á einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans nam raunvöxtur kortaveltu einstaklinga á milli ára 8% í júní en hann nam 1,7% mánuðinn á undan.