Bandarísk hlutabréf lækkuðu mikið í dag þrátt fyrir að ágætar tölur birtust um miðjan dag um fjölgun starfa. Störfum fjölgaði um 263 þúsund í september en aukningin hefur ekki verið minni síðan apríl 2021.

Er það túlkað á þann veg að bandarískt efnahagslíf sé að kólna. Í ágúst fjölgaði störfum um 315 þúsund og þeim fjölgaði að meðaltali um 400 þúsund síðustu sex mánuði.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 2,11%, S&P500 um 2,8% og Nasdaq um 3,8%.