Ávöxtunarkrafa á íbúðabréfaflokknum HFF14 hefur lækkað um eina 111 punkta, eða 1,11 prósentustig það sem af er degi. Velta með skuldabréfin nema alls 3,2 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum af Keldunni.

Að sögn Agnars T. Möller, sérfræðings hjá GAMMA, er ástæðan sú að líftími flokksins er mjög stuttur og geta því breytingar á verðbólguvæntingum valdið miklum sveiflum á ávöxtunarkröfu flokksins. „Líftími flokksins er ekki nema um 0,3 ár, þannig að í eðli sínu er hann svipaður verðtryggðum víxli. Lengri tíma verðbólguvæntingar hækkuðu um 20 punkta í gær og það hefur þessi áhrif á skuldabréfaflokkinn,“ segir Agnar.