Hlutabréfavísitölur hafa lækkað mikið það sem af er morgni í kauphöllum í Evrópu. Er lækkunin á bilinu 2% til 3,5% í flestum tilvikum. Hlutabréfaverð í austurrísku kauphöllinni hafa lækkað mest eða um 3,95%. Vaxandi efasemdir eru meðal fjárfesta um björgunarpakka Grikklands og má rekja lækkanirnar til vaxandi óvissu í fjármálakerfinu.