Marel sendi frá sér afkomuviðvörun í morgun, en félagið mun birta uppgjör 5 febrúar vegna 4. ársfjórðungs 2013.

Marel hefur lækkað áætlun um framlegð frá áætlun sem birt var samhliða uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2013. Félagið segir að vænta megi EBIT framlegðar upp á 4,4%. Fyrri áætlun gerði ráð fyrir að framlegðin yrði um 8,2%.

Ástæður minni framlegðar segir Marel að tengist kostnaði vegna stjórnendabreytinga, hagræðingar í birgðastýringu og niðurfærslu á birgðum.

Félagið segir að pantanabókin, sem er besta vísbendingin um eftirspurn eftir vörum Marel, hafi aðeins hækkað lítillega frá því ársbyrjun 2013. Á þeim tíma voru pantanir í lágmarki, en til samanburðar höfðu þær hækkað um tæp 10% um mitt ár 2013.

Mikil lækkun í kjölfar afkomuviðvörunarinnar

Hlutabréf Marel hafa lækkað um 5,56% það sem af er degi í 342 milljóna króna viðskiptum.