Verð íbúðarhúsnæðis í Bandaríkjunum féll um 5,9% á öðrum ársfjórðungi 2011 frá sama tíma árið áður. Þetta er mesta lækkun fasteignaverðs frá árinu 2009. Milli fjórðunga lækkaði fasteignaverð um 0,6%. Búið er að ljúka endurskipulagningu margra heimila og fyrirtækja, sem hefur valdið því að fjármálastofnanir eiga mikið af eignum og framboð eigna til sölu eru að aukast sem þrýstir verðinu niður af því er fram kemur í greiningarefni IFS.