Allar helstu hlutabréfavísitölur hafa lækkað í morgun. Lækkunin kemur í kjölfar mikillar lækkunar á hlutabréfum í Asíu í nótt.

Aukinn ótti er meðal fjárfesta að Spánn þurfi neyðaraðstoð í kjölfar þess að Valencia hérað óskaði eftir neyðaraðstoð frá spænskum yfirvöldum.

Mest hafa hlutabréfin lækkað í Grikklandi og Ítalíu. ASE vísitalan í Aþenu hefur lækkað um 6,7% og MIB í Mílanó hefur lækkað um 4,1%.

Á Spáni hefur IBEX35 lækkað um 3,74% og þýska DAX hefur lækkað um 1,96%.