Gengi nær allra bréfa á Aðallista Kauphallarinnar hefur lækkað í viðskiptum dagsins í dag. Þá hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 2,79% þegar þessi frétt er skrifuð. Icelandair hefur lækkað um 2,4% í 729 milljóna króna veltu, Marel um 3,62% í 360 milljóna króna veltu og Hagar um 1,57% í 190 milljóna króna veltu.

Viðmælendur Viðskiptablaðsins segja að lækkunin hér heima sé að fylgja miklum lækkunum á verðbréfamörkuðum erlendis. FTSE 100 vísitalan hefur lækkað um 1,98% í dag, DAX vísitalan um 2,96% og CAC 40 um 3,13%.

Við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær hafði Dow Jones vísitalan lækkað um 2,21%, S&P 500 um 2,5% og Nasdaq vísitalan um 3,41%.