Mikil lækkun hefur átt sér stað á fyrstu tveimur tímum viðskiptavikunnar í öllum stærri kauphöllum Evrópu. Ástæðan er sögð sú að ekki tókst á komast að neinu samkomulagi um lausnir á vanda evrusvæðisins á fundi leiðtoga evruríkjanna í Póllandi um helgina. Helstu kauphallir Asíu lækkuðu mikið í nótt vegna þessa og hefur lækkunin því smitað af sér til Evrópu.

Það sem af er degi hefur FTSE lækkað um 2,2%, DAX um 2,8% og CAC um 2,6%.