Olíuverð hefur lækkað mikið það sem af er degi í kjölfar þess að olíumálaráðherra Sádi-Arabíu endurtók að hann væri andvígur því að draga úr framleiðslu á olíu til að draga úr offramboði. Hann sagði einnig að framleiðsluhámark á olíu milli ríkja innan og utan OPEC myndi ekki ganga upp, því að mörg ríki myndu ekki vilja taka þátt.

Stjórnvöld í Íran lýstu því einnig skýrt yfir að þau höfðu engan áhuga á að takmarka framleiðslu svo stuttu eftir að efnahagsþvingunum á landinu væri létt.

Verð á Brent hráolíu lækkaði um 1,4 og var 32,8 dalir á tunnuna. Verð á Texas hráolíu lækkaði um 2,4% og var 31,14 dalir á tunnuna.