Bandarísk hlutabréf lækkuðu mikið í verði í dag. Dow Jones vísitalan lækkaði um 2%, S&P 500 lækkaði um 2,2% og Nasdaq lækkaði um 2,4%. Framvirkt verð á hráolíu lækkaði um 4%

Ástæðan er svartsýni fjárfesta á efnahagslífið í heiminum. Bandaríski seðlabankinn lækkaði hagvaxtarspá sína og tölur sína minnkandi eftirspurn á vörum og þjónustu í Bandaríkjunum, Kína og Evrópu.