Viðskipti á skuldabréfamarkaði námu 21,3 milljörðum króna í dag eftir því sem fram kemur í Hagsjá, vefriti Hagfræðideildar Landsbankans.

Mest voru viðskipti með RIKB 19 0226 fyrir 4,6 milljarða króna og lækkaði krafa bréfsins um 27 punkta í dag og er hún nú 8,56%.

Krafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkaði um 19-37 punkta, RIKB 10 1210 en RIKB 10 0314 minnst.

Mest verðbreyting var þó á RIKB 25 0612 sem hækkaði um 2,2%. Minni breytingar urðu á Íbúðabréfunum, en ávöxtunarkrafa þeirra lækkaði um 3-7 punkta ef frá er talin krafa HFF14 sem breyttist ekkert í dag.

Fram kemur í Hagsjá að það sem af er þessari viku hefur ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækkað um 13-16 punkta (HFF14 þó óbreytt) og krafa ríkisbréfanna lækkað um 30-73 punkta.