Fyrirtæki í fjármálageiranum leiddu lækkun á evrópumarkaði í dag en mikil lækkun olíuverðs vóg þó nokkuð upp á móti lækkun vegna áhyggja fjármálageirans af framvindu mála á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 1,9% í dag og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2005.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 2,4%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 3% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 1,9%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 2% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 1,7%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 2,3%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 1,6% og í Noregi lækkaði OBX vísitalan um 3,9%.