Lækkun á hlutabréfum í Bandaríkjunum var sú mesta í tvo mánuði í gær eftir að birt var skýrsla um tekjur banka og fjármálastofnanna þar í landi nú fyrir helgi. Í kjölfarið lýstu stjórnendur framleiðslufyrirtækja í iðnaði yfir áhyggjum sínum af efnahagskerfinu í Bandaríkjunum. Iðnaðarvístala Dow Jones lækkaði um 367 stig eða 2.64% og stóð í 13.522 stigum við lokun markaða í gær. Hún hefur ekki verið lægri síðan 18 september s.l.