Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum hafa lækkað frá því að opnað var fyrir viðskipti á Wall Street fyrir rúmum 20 mínútum og eru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiða lækkanirnar að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Þannig hefur Nasdaq lækkað um 1,7%, Dow Jones um 2,4% og S&P 500 um 2,3%.

Mikill órói hefur skapast á hlutabréfamörkuðum eftir að ljóst var að bandaríski fjárfestingabankinn Lehman brothers myndi óska eftir gjaldþrotaskiptum í dag.

Í Evrópu hafa hlutabréf lækkað talsvert frá opnun í morgun og hefur FTSEurofirst 300 vísitalan lækkað um rúm 4%. Þar, eins og í Bandaríkjunum, eru það einnig bankar og fjármálafyrirtæki sem leiða lækkanir á mörkuðum..

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 4,8%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan lækkað um 4,2% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 3,7%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 4,7% og í Sviss hefur SMI vísitalan 4,6%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 3,1% og í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan lækkað um 3,5% en mest er lækkunin í Osló þar sem OBX vísitalan hefur lækkað um 6%.