Mikil lækkun varð á Wall Street í gær en helstu vísitölu lækkuðu um rúm 1,5%.  Gerðist það í kjölfar frétta um að Kínverjar ætli að reyna hemja verðbólgudrauginn og einnig höfðu áhyggjur af skuldastöðu verst stöddu evru-ríkjanna áhrif, sérstaklega Írlands.

Hráolía lækkaði einnig mikið í dag, en olía til afhendingar í desember féll um 2,52 dali tunnan og kostar nú 82,34 dali.

Dow Jones lækkaði um 1,59%, Nasdaq lækkaði um 1,75% og S&P500 lækkaði um 1,62%.