Hlutabréf hríðlækkuðu í verði í Asíu í dag, vegna ótta um að samdráttur væri í aðsigi í Bandaríkjunum og þar með minni hagvöxtur í heiminum. MSCI Asia Pacific vísitalan hafði lækka um 3,2% rétt fyrir lok viðskiptadags í Tókýó og hefur ekki verið lægri í lok dags síðan 20. ágúst. Nikkei vísitalan japanska lækkaði um 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan 25. október 2005. Fjármálaráðuneyti Japans birti í dag hagspá þar sem það lækkaði áætlaðan hagvöxt í fimm af ellefu svæðum Japans, en fjárfesting í húsnæði hefur minnkað og atvinnuleysi aukist, að því er segir í frétt Bloomberg.