Hlutabréfamarkaðir lækkuðu nokkuð í Asíu í morgun en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má rekja lækkanir dagsins til yfirlýsingar ríkisstjórnar Bandaríkjanna frá því í gær þegar fram kom að ríkið myndi ekki kaupa svokallaðar eitraðar skuldir þar í landi.

Viðmælendur Bloomberg eru sammála um að þetta muni hafa áhrif út um allan heim.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 4,7% í dag og hefur nú lækkað um 48% það sem af er þessu ári.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 5,3%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 5,2% og í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 4%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 2,8% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 5,9%.